Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Líffræðileg fjölbreytni

Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni

Heiti: Samningur um líffræðilega fjölbreytni. (Convention on Biological Diversity) (CBD).

Markmið: Vernda líffræðilega fjölbreytni og að stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að sanngjarnri skiptingu þess hagnaðar sem hlýst af nýtingu erfðaauðlinda sem og aðgangi að þeim og tækni til að nýta þær.

Eðli samnings og vörsluaðili: Alþjóðlegur samningur í vörslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. 193 aðildarríki 2010.

Dagsetning: Gerður í Ríó de Janeiró 5. júní 1992 og öðlaðist gildi 29. desember 1993.

Aðild Íslands: Undirritaður 12. júní 1992 og fullgiltur 12. september 1994. Öðlaðist gildi 11. desember 1994. Stj.tíð. C 11/1995.

Bókanir:
Cartagena Protocol on Biosafety gerð í Montreal 29. janúar 2000, öðlaðist gildi 11.9.2003. 157 aðildarríki.
Undirrituð af Íslandi, verið er að vinna að staðfestingu

Breytingar: Engar.

Stjórn: Ákvarðanir eru teknar á ráðstefnum aðila sem haldnar eru á tveggja ára fresti.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við utanríkis-, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyti.

Framkvæmd: Umhverfisráðuneyti ásamt Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og öðrum ráðuneytum og stofnunum þeirra.

Þátttaka í fundum: Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands (vísindanefnd).

Upplýsingagjöf: Náttúrufræðistofnun Íslands og umhverfisráðuneytið (skýrslur um
framkvæmd samningsins).

Ákvæði:
- Stuðla að verndun og sjálfbærri notkun líffræðilegrar fjölbreytni með viðeigandi
stjórntækjum svo sem áætlanagerð og löggjöf.
- Stjórna og hafa eftirlit með notkun og losun erfðabreyttra lífvera.
- Auka rannsóknir og vöktun á líffræðilegri fjölbreytni.
- Efla fræðslu og menntun um líffræðilega fjölbreytni og kanna m.a. með lögbundnu mati á
umhverfisáhrifum, þær athafnir sem kunna að hafa skaðleg áhfri á vernd og sjálfbæra
notkun líffræðilegrar fjölbreytni.
- Skiptast á vísindalegum upplýsingum og aðstoða þróunarríkin við að ná markmiðum
samningsins.

Á íslensku: Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni (pdf-skjal).

Heimasíða: Secretariat of the Convention on Biological Diversity.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum